Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Svo mikið rautt flagg fyrir Clippers“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hörður Unnsteinsson segir að James Harden þurfi að fara að átta sig á sinni stöðu.
Hörður Unnsteinsson segir að James Harden þurfi að fara að átta sig á sinni stöðu. Katelyn Mulcahy/Getty Images

Strákarnir í Lögmál leiksins mæta aftur í kvöld með sinn vikulega þátt á Stöð 2 Sport 2 og munu meðal annars ræða um stöðu James Harden hjá Los Angeles Clippers.

Hinn 34 ára gamli Harden gekk í raðir Clippers fyrir tíu dögum síðan og hefur nú þegar vakið athygli fyrir ummæli sín á blaðamannafundi þar sem hann var kynntur til leiks. Þar sagði hann meðal annars að hann væri ekki kerfisleikmaður, heldur væri hann kerfið sjálft.

„Það sem hann segir á þessum blaðamannafundi, mér finnst það vera svo mikið rautt flagg fyrir Clippers, að hann sé ekki búinn að átta sig á sinni stöðu,“ segir Hörður Unnsteinsson meðal annars um Harden.

„Að vera að fara inn á sitt 35. aldursár, 16. árið sitt í deildinni, og áttar sig ekki á því að hann er ekki system lengur. Hann er leikmaður sem þarf að vera rulluspilari í þessu Clippers liði,“ bætti Hörður við, en klippuna úr þætti kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um James Harden

Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×