Sport

Dag­skráin í dag: Serie A, NFL og margt fleira

Dagur Lárusson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar mæta Cagliari í dag.
Albert Guðmundsson og félagar mæta Cagliari í dag. Getty

Það verður nóg um að vera þennan sunnudaginn á sportrásum Stöðvar 2 og því ætti enginn að láta sér leiðast í sófanum í dag.

Stöð 2 Sport 2

Á Stöð 2 Sport 2 hefst fjörið klukkan 11:20 en þá eigast við Hellas Verona og Monza í Seríu A áður Albert Guðmundsson og félagar í Genoe mæta í heimsókn til Cagliari klukkan 13:50.

Það verður síðan NFL sem tekur við eftir það en klukkan 17:55 mætast Ravens og Seahawks áður en Eagles og Cowboys eigast við klukkan 21:20.

Stöð 2 Sport 3

Fyrri beina útsendingin á Stöð 2 Sport 3 verður klukkan 11:20 þegar sýnt verður frá leik Coviran Granada og Real Madrid í spænska körfuboltanum en seinni útsendingin á sér stað þegar NFL Red Zone tekur við klukkan 17:45 og sýnir allt það helsta úr NFL leikjunum sem eiga sér stað á þeim tíma.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 12:05 hefst bein útsending frá viðureign Chesterfield og Portsmouth í FA-bikarnum áður en Crewe og Derby mætast í sömu keppni klukkan 14:35. Seria A tekur síðan við klukkan 16:50 með viðureign Roma og Lecce áður en Fiorentina og Juventus mætast klukkan 19:35.

Stöð 2 eSport

RLÍS deildin í Rocket League heldur áfram á Stöð 2 eSport frá klukkan 13:45.

Vodafone Sport

Arsenal og Manchester City mætast í ensku úrvalsdeild kvenna klukkan 12:25. Brasilíska kappaksurinn í Formúlu 1 fer síðan fram í dag klukkan 16:30.

Stöð 2 Sport 5

San Antonio Spurs og Raptors mætast í NBA körfuboltanum klukkan 20:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×