Lífið

Síðasta lag Bítlanna er komið út

Íris Hauksdóttir skrifar
John Lennon á leið í upptökur á síðustu plötu sinni, Double Fantasy, í upptökustúdíóinu The Hit Factory í New York árið 1980. Nokkrum mánuðum síðar var hann skotinn til bana. Hins vegar skildi hann eftir kassettu fyrir Paul McCartney með óútgefnum lögum sem hafa nýst eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar.
John Lennon á leið í upptökur á síðustu plötu sinni, Double Fantasy, í upptökustúdíóinu The Hit Factory í New York árið 1980. Nokkrum mánuðum síðar var hann skotinn til bana. Hins vegar skildi hann eftir kassettu fyrir Paul McCartney með óútgefnum lögum sem hafa nýst eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar. GETTY

Það má segja að John Lennon syngi í gegnum móðuna miklu því lag sem hann samdi og söng skömmu fyrir andlát sitt kom út í dag. Lagið sem um ræðir var óklárað úr smiðju söngvarans en gervigreind kom því í verk að hægt var að gefa það út nú áratugum eftir andlát hans.

Lagið nefnist Now and then og kom út fyrr í dag. Þetta er að sögn eftirlifandi meðlima hljómsveitarinnar síðasta lag sveitarinnar og markar því tímamót á sextíu ára löngum ferli.

Síðasta lagið saman

Söngvari sveitarinnar, John Lennon samdi lagið skömmu áður en hann féll frá en með aðstoð gervigreindar tókst leikstjóranum Peter Jackson að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum.

Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo Starr, bassa Paul McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001.

Bakröddum úr lögunum Here, There and Everywhere, Eleanor Rigby, og Because var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja.

„Þetta er okkar síðasta lag saman“ lét Ringo Starr hafa eftir sér í viðtali við AP.

Lagið má heyra hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Síðasta lag Bítlanna kemur út

Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×