Handbolti

Ís­lands­meistarar Vals lögðu botn­lið Aftur­eldingar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórey Anna nýtti færin sín af stakri snilld.
Þórey Anna nýtti færin sín af stakri snilld. Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar Vals lögðu Aftureldingu, botnlið Olís-deildar kvenna, í eina leik kvöldsins. Lokatölur í Mosfellsbæ 23-29.

Sigur Íslandsmeistaranna var í raun aldrei í hættu en Afturelding lét Valskonur svo sannarlega hafa fyrir hlutunum. Heimaliðið skoraði fyrsta mark leiksins og héldu í við meistarana framan af leik, staðan í hálfleik 11-13. Afturelding skoraði svo fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og var staðan jöfn á fyrstu mínútunum eftir að liðin komu út úr hálfleikshléinu.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fundu gestirnir taktinn og juku forskotið hægt og rólega. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn upp í sex mörk, lokatölur 23-29.

Hildur Lilja Jónsdóttir fór hamförum í liði Aftureldingar en hún skoraði tíu mörk. Þar á eftir kom Katrín Helga Davíðsdóttir með fimm mörk úr fimm skotum. Í markinu varði Saga Sif Gísladóttir sjö skot.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var með átta mörk í átta skotum fyrir Val. Hildigunnur Einarsdóttir kom þar á eftir með sjö mörk. Í markinu vörðu þeir Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir samtals 13 skot.

Valskonur eru nú jafnar Haukum á toppi deildarinnar með 12 stig að loknum sjö umferðum. Afturelding er á botni deildarinnar með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×