Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. október 2023 10:30 Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun