Vinstrimenn banna vinstri beygju í Vesturbænum Marta Guðjónsdóttir skrifar 21. október 2023 11:00 Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Umferð Vegagerð Borgarstjórn Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun