Handbolti

Magnaður Viggó tryggði Leipzig stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Viggó Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM

Viggó Kristjánsson var ein helsta ástæða þess að Leipzig náði í stig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá var Oddur Gretarsson markahæstur í tapi Balingen-Weilstetten.

Leipzig gerði jafntefli á útivelli gegn Burgdorf í kvöld, lokatölur 25-25 í leik þar sem heimamenn skoruðu síðasta markið þegar hálf mínúta lifði leiks. 

Viggó var hreint út sagt ótrúlegur í liði Leipzig en hann skoraði sjö mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk og þá er faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, þjálfari liðsins.

Oddur skoraði sex mörk og var markahæstur hjá Balingen þegar liðið lá á heimavelli gegn Wetzlar, lokatölur 27-30.

Leipzig er í 10. sæti með 8 stig á meðan Balingen er á botninum með 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×