Svartur blettur á samfélagi okkar Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2023 12:01 11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur Hjartarson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun