Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 07:03 Einar Gautur segir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar vekja fleiri spurningar en hún svarar. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot. Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot.
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira