Ef Agnes vígði prest sem gaf fólk saman, er hjónabandið löglegt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 07:03 Einar Gautur segir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar vekja fleiri spurningar en hún svarar. Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður segir að ef gengið sé út frá því að niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um embættishæfi Agnesar M. Sigurðardóttur sé réttur sé enginn biskup yfir Íslandi. Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot. Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þetta segir Einar Gautur í samtali við Morgunblaðið. Úrskurðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi sóknarprests í Digranesprestakalli vegna kynferðislegrar áreitni hefði verið ólögmæt. Agnes hefði ekki haft umboð til slíkra ákvarðana, þar sem skipunartími hennar rann út áður og hún hafði ekki verið endurkjörin biskup heldur endurráðin, af undirmanni sínum. Málið er nokkuð flókið, þar sem ekki var boðað til biskupskjörs þrátt fyrir að skipunartíminn væri að renna út. Þá spila inn í lagabreytingar sem gerðu það að verkum að biskup og prestar eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn þjóðkirkjunnar. Agnes hefur ákveðið að fara með úrskurðinn fyrir dómstóla en Einar Gautur segir hann geta haft áhrif á fleiri en Agnesi sjálfa. „Ef hún hefur vígt einhvern guðfræðing til prests og skipað hann í prestsembætti eftir að umboði Agnesar sleppti, þá er spurning hvort hann hafi nokkurn tímann orðið prestur. Ef hann hefur síðan gift fólk sem svo skilur, þá getur það haft áhrif á það hvort það fólk er talið hafa verið löglega gift, þannig að álitaefnin sem vakna út af þessu geta teygt sig víða. Úrskurðurinn vekur fleiri spurningar en svarað er,“ segir Einar Gautur. „Miðað við þennan úrskurð er staðan sú að það er ekkert að marka neinar ákvarðanir sem sr. Agnes hefur tekið eftir 1. júlí 2022 sem heyra undir vald biskups. Allar ákvarðanir sem hún tekur og biskup einn hefur vald til að taka eru markleysa miðað við þessa niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og hafa ekkert gildi. Ef við göngum út frá því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar sé réttur, þá er enginn biskup yfir Íslandi,“ segir hann. Þess ber að geta að Einar Gautur var lögmaður séra Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensásprestakalli, sem biskup veitti tímabundið lausn frá störfum eftir að fimm konur í prestakallinu stigu fram og ásökuðu hann um kynferðisbrot.
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira