„Þurftum á öllu okkar að halda til að vinna hér í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. október 2023 21:28 Ægir Þór Steinarsson skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Ægir Þór Steinarsson átti sannkallaðan stórleik er Stjarnan vann tíu stiga sigur gegn Hamri í Hveragerði í Subway-deild karla í kvöld, 80-90. Ægir gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna og átti stóran þátt í því að liðið vann torsóttan sigur gegn nýliðum Hamars. „Við vissum það þegar við komum inn í þennan leik að þetta yrði mjög erfitt. Það er erfitt að koma hingað, þeir eru með frábæra umgjörð og góða stemningu í húsinu. Þetta var skemmtileg upplifun að koma hingað og þeir eru að standa sig vel. Við þurftum á öllu okkar að halda til að vinna hér í kvöld,“ sagði Ægir í viðtali eftir leikinn. Eins og áður segir skoraði Ægir 40 stig fyrir Stjörnuna í kvöld, en hann segir þó mikilvægast að liðið hafi unnið. „Ég er mest sáttur með, og það er skrýtið að segja það eftir svona frammistöðu, að hvað það er mikill léttir að ná í sigur. Það er það sem okkur langaði mest í og það er kærkomið.“ Stjörnumenn voru lengi í gang í leik kvöldsins og lentu 16 stigum undir strax í fyrsta leikhluta. Ægir segir þó að hann hafi gert ráð fyrir því að leikurinn í kvöld yrði brekka. „Við vissum það þegar við komum inn í leikinn að þetta yrði kannski smá basl og erfitt. Við vorum að finna góð „look“ og það er eitthvað sem maður þarf að sannfæra sjálfan sig um til að ná í góð færi. Við þurfum kannski bara að einbeita okkur aðeins meira að varnarleiknum og halda haus.“ Þá ítrekaði Ægir að það væri mikill léttir að ná í sigurinn í kvöld, enda var þetta fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu. „Sjálfstraust getur breyst á einni kvöldstund. Maður veit það að með sigri geta hlutir breyst ansi hratt,“ sagði Ægir að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Hamar - Stjarnan 80-90 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld, 80-90. 19. október 2023 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Fótbolti „Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sport Fyrsti finnski íshokkíleikmaðurinn sem kom út úr skápnum myrtur Sport Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Fótbolti Landsleikurinn fer fram í kvöld Fótbolti Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Fótbolti Landsliði Nígeríu haldið í gíslingu á flugvelli án matar og drykkjar Fótbolti Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Fótbolti Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Fótbolti Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 2. umferðar Snýr aftur eftir nærri þriggja ára fjarveru Segist ekki ætla að fara Jordan eða Kobe leiðina Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Martin hetjan en nærri því skúrkur þegar Alba fór áfram í bikar Frábær sigur Tryggva og félaga gegn stórliði Real Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“ „Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ „Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Martin stigahæstur á móti Barcelona Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley „Naut þessa leiks í botn“ „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Sjá meira
Ægir gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig fyrir Stjörnuna og átti stóran þátt í því að liðið vann torsóttan sigur gegn nýliðum Hamars. „Við vissum það þegar við komum inn í þennan leik að þetta yrði mjög erfitt. Það er erfitt að koma hingað, þeir eru með frábæra umgjörð og góða stemningu í húsinu. Þetta var skemmtileg upplifun að koma hingað og þeir eru að standa sig vel. Við þurftum á öllu okkar að halda til að vinna hér í kvöld,“ sagði Ægir í viðtali eftir leikinn. Eins og áður segir skoraði Ægir 40 stig fyrir Stjörnuna í kvöld, en hann segir þó mikilvægast að liðið hafi unnið. „Ég er mest sáttur með, og það er skrýtið að segja það eftir svona frammistöðu, að hvað það er mikill léttir að ná í sigur. Það er það sem okkur langaði mest í og það er kærkomið.“ Stjörnumenn voru lengi í gang í leik kvöldsins og lentu 16 stigum undir strax í fyrsta leikhluta. Ægir segir þó að hann hafi gert ráð fyrir því að leikurinn í kvöld yrði brekka. „Við vissum það þegar við komum inn í leikinn að þetta yrði kannski smá basl og erfitt. Við vorum að finna góð „look“ og það er eitthvað sem maður þarf að sannfæra sjálfan sig um til að ná í góð færi. Við þurfum kannski bara að einbeita okkur aðeins meira að varnarleiknum og halda haus.“ Þá ítrekaði Ægir að það væri mikill léttir að ná í sigurinn í kvöld, enda var þetta fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu. „Sjálfstraust getur breyst á einni kvöldstund. Maður veit það að með sigri geta hlutir breyst ansi hratt,“ sagði Ægir að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Hamar - Stjarnan 80-90 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld, 80-90. 19. október 2023 18:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Fótbolti „Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sport Fyrsti finnski íshokkíleikmaðurinn sem kom út úr skápnum myrtur Sport Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Fótbolti Landsleikurinn fer fram í kvöld Fótbolti Eiður var óviss um Andra: „Hann var lítill og feitlaginn strákur“ Fótbolti Landsliði Nígeríu haldið í gíslingu á flugvelli án matar og drykkjar Fótbolti Dómararnir ákveða eftir hádegi hvort Tyrkjaleiknum verði frestað Fótbolti Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Fótbolti Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 2. umferðar Snýr aftur eftir nærri þriggja ára fjarveru Segist ekki ætla að fara Jordan eða Kobe leiðina Pavel „ofboðslega hrifinn“ af nýju KR-ingunum Pavel um Tindstólsliðið: Þetta er risastórt fyrirtæki Martin hetjan en nærri því skúrkur þegar Alba fór áfram í bikar Frábær sigur Tryggva og félaga gegn stórliði Real Hart tekist á í nýjum leik: „Ef þú rústar mér ekki þá er það galið“ „Ég er ótrúlega óþolinmóður maður“ „Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 80-92 | Þægilegt hjá Grindavík í Ólafssal Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Martin stigahæstur á móti Barcelona Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley „Naut þessa leiks í botn“ „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Sjá meira
Leik lokið: Hamar - Stjarnan 80-90 | Stjarnan sótti sinn fyrsta sigur Stjarnan vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Hamar í þriðju umferð Subway-deildar karla í kvöld, 80-90. 19. október 2023 18:31
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta