„Munurinn var Aron Rafn“ Hinrik Wöhler skrifar 18. október 2023 20:46 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Haukar báru sigurorð af Aftureldingu í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld og lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn endaði 27-23 fyrir Haukum og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn í leikslok. „Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Sjá meira
„Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Sjá meira