Handbolti

Mos­fellingar töpuðu í Noregi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk gegn Nærbö í dag.
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk gegn Nærbö í dag. Vísir/Anton Brink

Afturelding þarf að vinna upp fimm marka forystu norska liðsins Nærbö þegar liðin mætast í Mosfellsbæ eftir viku. Norska liðið vann sigur í leik liðanna ytra í dag.

Afturelding dróst á móti norska liðinu Nærbö í Evrópubikarnum í handknattleik en Nærbö situr sem stendur í 6. sæti norsku deildarinnar.

Fyrri leikur liðanna fór fram í Noregi í dag. Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 11-10 Nærbö í vil en í þeim síðari juku heimamenn forystuna. Þeir unnu að lokum 27-22 sigur og mæta því með fimm marka forystu í Mosfellsbæinn að viku liðinni.

Þor­steinn Leó Gunn­ars­son og Ihor Kopys­hyn­skyi skoruðu mest hjá Aftureldingu í dag eða fimm mörk og Árni Bragi Eyjólfsson skoraði fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×