Handbolti

Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg

Dagur Lárusson skrifar
Ómar Ingi Magnússon í leik með Madgeburg.
Ómar Ingi Magnússon í leik með Madgeburg.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í sigri Magdeburg á Burgdorf í þýska handboltanum í dag.

Fyrir leikinn var Magdeburg í þriðja sæti deildarinnar með þrettán stig en Burgdorf var í áttunda sætinu með átta stig.

Það voru gestirnir í Burgdorf sem byrjuðu leikinn betur og náðu tveggja marka forystu þegar nokkrar mínútur voru liðnar og voru gestirnir með forystuna meira og minna anann fyrri hálfleikinn og héldu henni í hálfleik þar sem staðan var 13-14.

En það var í seinni hálfleiknum þar sem leikmenn Magdeburg tóku við sér með Ómar Inga í broddi fylkingar og náðu þeir fljótt forystunni og þegar um tíu mínútur voru eftir var Magdeburg komið með fimm marka forystu, 25-20.

Gestirnir náðu að gera lokamínúturnar spennandi en náðu þó aldrei að jafna metin og því var það Magdeburg sem hrósaði sigri, lokatölur 31-29.  Ómar Ingi var markahæstur í leiknum með sjö mörk en Janus Daði Smárason komst ekki á blað.

Eftir leikinn er Magdeburg komið með fimmtán stig og situr í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×