Þegar að Diljá Mist reyndi að réttlæta stríðsglæp Ingólfur Shahin skrifar 15. október 2023 06:00 Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á Vísi þann 13. október reynir Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, að réttlæta alvarlegan stríðsglæp á Gasa. Í þeirri grein telur Hallgerður Kolbrún Jónsdóttir, blaðamaður Vísis, minnst níu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins sem hafa verið drepnir í árásum Ísraela á undanförnum dögum. Í kjölfarið spyr hún Diljá Mist: Telur þú Ísraelsmenn fremja þarna stríðsglæpi? Ólíkt því sem flestir Íslendingar myndu telja eðlilegt, svarar Diljá Mist því ekki játandi, heldur reynir hún þvert á móti að réttlæta aftökur á saklausu fólki og segir: „Það er náttúrulega ömurlegt hvernig þessi hryðjuverkasamtök, eins og þekkt er, haga sér. Hvernig þau nota fólk, almenna borgara, sína eigin borgara og gísla eins og þau gera núna, sem mannlega skyldi. Það er þekkt aðferð hjá þeim hvernig þau koma sér fyrir í kjöllurum sjúkrahúsa og verjast þannig árásum. Það er auðvitað ömurlegt og þess vegna geri ég ráð fyrir að þessi tilskipun sé sett fram,“ svarar Diljá Mist. Skoðum þessa röksemdafærslu aðeins nánar og ímyndum okkur þessar aðstæður, t.d. á Íslandi. Hryðjuverkamenn fremja hræðilegt ofbeldisverk og flýja í kjölfarið inn á heimili saklausra borgara. Þeir taka fjölskyldu í gíslingu, saklaust fólk, konur og börn. Myndi það þýða, samkvæmt þessum rökum, að öll fjölskyldan væri réttdræp í hefndaraðgerðum stjórnvalda? Auðvitað ekki. Það er ekki hægt að réttlæta morð á saklausum borgurum bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir á milli þeirra. Það má því heldur ekki sprengja sjúkrahús bara vegna þess að hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir í kjallaranum. Þrátt fyrir það reynir Diljá Mist að halda öðru fram, án þess að taka tillits til alþjóðalaga. Í 33. grein Genfarsáttmálans, sem Ísland er aðili að, kemur skýrt fram að ekki megi refsa saklausum borgurum fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framið. Þar segir: „Engum einstaklingi má refsa fyrir brot sem hann hefur ekki framið persónulega. Sameiginlegar refsingar og sömuleiðis allar ráðstafanir til hótunar eða hryðjuverka eru bannaðar. Rán er bannað. Hefndaraðgerðir gegn vernduðum einstaklingum og eignum þeirra eru bannaðar.“ Það er því nokkuð ljóst að árásir Ísraela á almenna borgara og heimili þeirra á Gasa er stríðsglæpur í orðsins fyllstu merkingu. Í ljósi alvarleika málsins, þar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis reynir að réttlæta stríðsglæpi, væri eðlilegt að fara fram á að Diljá Mist Einarsdóttir segi af sér sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis og að nýr formaður, sem er betur að sér í alþjóðalögum, taki við. Höfundur er frumkvöðull.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun