Sport

Dagskráin í dag: NFL og undankeppni EM í aðalhlutverki

Hjörvar Ólafsson skrifar
Erling Haaland verður í eldlínunni með Norðmönnum í kvöld. 
Erling Haaland verður í eldlínunni með Norðmönnum í kvöld.  Vísir/Getty

Aðdáendur NFL geta hugsað sér gott til glóðarinnar til kvöldsins og þá eru nokkir athyglisverðir leikir í undankeppni EM 2024 í fótbolta karla á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag og í kvöld. 

Dagskráin á sportrásum Stöðvar 2 Sport hefst með leik Real Madrid og UCAM í ACB-deildinni, spænsku efstu deildinni í körfubolta karla, sem sýndur verður á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 10.50.

Gran Canaria og Barca leiða svo saman hesta sína í ACB-deildinni klukkan 16.20 en sá leikur verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 4.  

Leikir Georgíu og Kýpur, Tékklands og Færeyja og Noregs og Spánar í undankeppni EM 2024 verða svo sýndir á Vodafone Sport en sá fyrsti hefst klukkan 12.40, næsti 15.50 og síðasti 18.35. 

NFL Red Zone hefst síðan á Stöð 2 Sport 3 klukkan 16.45 en leikur Bengals og Seahawks fer af stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16.55. Viðureign Buccaneers og Lions verður svo á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.20.

Að lokum verður svo leikur Anaheim og Carolina í NHL-deildinni sýndur á Vodafone Sport klukkan 00.34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×