Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? Björn Leví Gunnarsson skrifar 14. október 2023 12:31 „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum?
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun