Sport

Dagskráin í dag: Strákarnir okkar taka á móti Lúxemborg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í íslenska landsliðið í kvöld. Laszlo Szirtesi - UEFA/UEFA via Getty Images

Undankeppni EM 2024 verður áberandi á sportrásum Stöðvar 2 í dag og ber þar hæst að nefna leik Íslands og Lúxemborgar.

Upphitun fyrir leik Íslands og Lúxemborgar hefst á slaginu klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport áður en skipt verður niður á Laugardalsvöll í beina útsendingu frá leiknum klukkan 18:35. Að leik loknum verður leikurinn svo gerður upp og farið yfir allt það helsta.

Undankeppni EM 2024 fær líka sitt pláss á Vodafone Sport þar sem Eistland tekur á móti Aserbaídsjan klukkan 15:50 áður en Holland og Frakkland eigast við í stórleik klukkan 18:35.

Þá endum við daginn á Vodafone Sport á viðureign Washington og Pittsburgh í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 23:35.

Nátthrafnarni fá einnigeitthvað fyrir sinn snúð því klukkan 03:00 eftir miðnætti hefst bein útsending frá Buick LPGA Shanghai á LPGA-mótaröðinni í golfi á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×