Afturelding - ÍBV 30-30 | Hádramatískar lokamínútur í Mosfellsbæ

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Úr þriðja leik liðanna.
Úr þriðja leik liðanna. Vísir/Diego

Afturelding og ÍBV gerðu 30-30 jafntefli sín á milli þegar liðin mættust í 6. umferð Olís deildar karla í kvöld. Hart var tekist á og dramatík á lokamínútunni gaf báðum liðum tækifæri á að stela sigrinum. 

Leikurinn var mjög jafn og spennandi lengst framan af, liðin skiptust á mörkum í upphafi og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem Aftureldingu tókst að taka forystuna, þeir leiddu með þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks. 

Svoleiðis hélst staðan langt inn í seinni hálfleikinn, þriggja eða fjögurra marka forysta til skiptis hjá Aftureldingu en ÍBV vann sig inn í leikinn á lokamínútunum og tókst næstum því að stela sigrinum. 

ÍBV fagnaði fimm marka hrinu og jafnaði leikinn þegar fimm mínútur voru eftir. Þeir komust svo yfir á lokamínútunni en Ihor Kopyshynskyi tókst að jafna leikinn fyrir heimamenn með stórbrotnu marki. 

Eyjamenn tóku leikhlé og ætluðu sér að skora úr lokasókninni og tryggja sigurinn, en misstu boltann frá sér og gáfu Aftureldingu tækifæri til þess. Tíminn var þó orðinn ansi naumur, Afturelding hafði aðeins fimm sekúndur til athafna og tókst ekki að skora. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira