Við getum verið stolt af laxinum okkar Kristján Ingimarsson skrifar 8. október 2023 09:00 Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Kvótinn farinn. Yfirgefin hús. Flagnandi málning. Óhirtar lóðir. Ljósin í höfuðborginni heilla og ungt fólk yfirgefur litla þorpið sem það ólst upp í. Þannig var þetta í áratugi. Í 49. tölublaði Bæjarins besta, 4. desember árið 1995 mátti lesa fyrirsögnina „Talið er að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um rúm fimm hundruð á líðandi ári“ En núna hefur þetta að snúist við í samfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum, ungt fólk flytur aftur vestur og austur og er um kyrrt. Ljósunum fjölgar í sjávarplássunum, ný hús rísa, húsunum er núna vel við haldið lóðirnar snyrtilegar og fólk er á ferli. Fasteignamarkaðurinn er líflegur og fasteignamat og verðmæti eignanna hafa allt í einu hækkað. Af hverju? Svarið er laxeldi. Nú er í boði fjölbreytt og áhugaverð vinna sem krefst margvíslegrar menntunar og færni í friðsælum fjölskylduvænum byggðarlögum. Á árunum 2017 til 2021 var fjárfest fyrir um 30 milljarða í uppbyggingu í fiskeldi viðs vegar um landið til að undirbúa jarðveginn fyrir komandi ár (Heimild www.radarinn.is). Ekkert af þessari uppbyggingu hefur verið kostuð með almannafé frá hinu opinbera. Öll er hún kostuð af fyrirtækjum og einstaklingum sem án efa fá að njóta ávaxtanna. En þeir sem sætustu ávextina fá eru samfélögin, fólkið sem sér framtíð sína og tækifæri í þessari nýju spennandi atvinnugrein. Fiskeldi er atvinnugrein sem laðar að sér fólk með margvíslegt atgervi. Til hafa orðið hundruð starfa en á árinu 2021 fengu um 600 manns laun frá fiskeldi sem er hátt í fjórföldun frá árinu 2008. Langflestir búa á landsbyggðinni, eða vel yfir 80%. Árið 2022 voru framleidd 44.900 tonn af laxi sem eru um 140 milljónir máltíða. Við megum vera stolt af þessu. Við megum vera stolt af því að hér á Íslandi sé stundað laxeldi. Við megum vera stolt af því að geta verið í fararbroddi í sjálfbærri og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Við megum vera stolt af því að framleiða holl og næringarrík matvæli af háum gæðum. Við megum vera stolt af því að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins og samfélögin sem við búum í. Ef laxeldið færi í burtu núna væri búið að söðva þá atvinnugrein sem er hvað sjálfbærust og í mestum vexti. Að undanförnu hefur borið á töluverðri taugaveiklun og hávaða út af laxeldinu og virðist sem umræðan hafi stjórnast af fordómum og fáfræði með dassi af tilfinningum en það er uppskrift sem virðist ná vel til fólks. Ekki bætir úr skák þegar Ríkissjónvarpið smitast af þessum fordómum og tekur afstöðu í einhliða umræðu með því að hleypa aðeins andsæðingum laxeldis að, sem gjarnan fá að ausa út fyllyrðingum og ósannindum gagnrýnislaust. Þeir sem þekkja lítið til mála gleypa hrátt það sem RÚV matreiðir og því er ábyrgð þeirra mikil í að stjórna þjóðfélagsumræðunni. Hvort sem þetta er gert vegna þess að það er sérstaklega greitt fyrir þetta, vegna persónulegra skoðana starfsfólks, vinskapar eða einhvers annars þá er þetta augljós skortur á fagmennsku. Neikvæðar fréttir virðast selja betur en þær jákvæðu og það hefur eflaust áhrif líka. Fyrir stuttu kynnti Matvælaráðuneytið drög að stefnu Íslands í fiskeldi og RÚV ákvað af því tilefni að kalla til spunameistara veiðiréttarhafa, sem lætur sig lítið varða afkomu fólks og samfélaga á landsbyggðinni, til að ræða stefnuna og engan annann. Það var fagmennskan í það skiptið og dæmin eru fjölmörg. Það væri stofnuninni til sóma ef hún myndi sjá sér fært að upplýsa fólk um allar þær jákvæðu staðreyndir sem laxeldið hefur leitt af sér. Fiskeldi skiptir máli fyrir landið okkar, kynslóðir framtíðarinnar og jörðina sem við búum á. Íslenskur eldislax er framtíðin. Höfundur er íbúi á Djúpavogi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun