A little trip to Vigur Island Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 6. október 2023 16:00 Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar