Körfubolti

Ekki öll nótt úti enn hjá Tindastóli

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stólarnir eygja enn von um sæti í riðlakeppninni.
Stólarnir eygja enn von um sæti í riðlakeppninni. Vísir/Hulda Margrét

Tindastóll eygir enn von um sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins í körfuknattleik. Liðið getur ekki unnið sinn undanriðil en gæti engu að síður náð að framlengja Evrópuævintýri sitt.

Tindastóll getur ekki lengur unnið undanriðil sinn í FIBA Europe Cup en á samt von um að komast áfram.

Tindastóll vann fyrsta leikinn sinn á móti Pärnu Sadam með sjö stigum en tapaði svo með átta stigum á móti Trepca í dag. Það þýðir að aðeins Trepca og Pärnu eiga möguleika á að vinna riðilinn en þau mætast í lokaleik hans á morgun.

Efsta sæti riðilsins hefði tryggt Stólunum sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins en liðið á samt von um að komast áfram. Liðið gæti fengið svokallað „Lucky Loser“ sæti og tryggt sér þannig sæti í riðlakeppninni.

Stólarnir þurfa að bíða eftir úrslitum í öðrum leikjum, bæði í sínum riðli sem og í öðrum riðlum áður en kemur endanlega í ljós hvort þeir komist áfram í riðlakeppnina. 

Riðlarnir eru sjö talsins og þau tvö lið í öðru sæti sem eru með bestan árangur tryggja sér sæti í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×