Innlent

Perlumöl frá Austfjörðum slær í gegn í Ameríku

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ómar Antonsson eigandi perlumalarinnar, sem hefur nóg að gera við að flytja mölina til Ameríku.
Ómar Antonsson eigandi perlumalarinnar, sem hefur nóg að gera við að flytja mölina til Ameríku. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Perlumöl frá Austfjörðum hefur slegið í gegn í Arisona í Bandaríkjunum þar sem hún er notuð í klæðningar í sundlaugar. Efnið, um tuttugu þúsund tonn er flutt sjóleiðina úr landi Horns í Hornafirði.

Ómar Antonsson, sem er með fyrirtækið Litlahorn ehf., er með námu- og jarðvinnufyrirtæki í landi Horns í Hornafirði. Á svæðinu er meira en nóg af svartri perlumöl, sem Ómar nýtir sér til útflutnings og er nýtt í sundlaugar í Ameríku.

„Það er svolítið gaman af þessu en við þurfum að nota mikið vatn hér til að ná fína sandinum í burtu. Þetta lóðir allt saman sandur því þetta er hálfgerður sandur þó þetta sé perlumöl. En þetta lukkast vel svona með sérstökum sigtum og svo er kannski það skemmtilegasta við þetta allt saman að það sem ég tek efnið í fjörunni kemur alltaf meira að því að þetta er sjálfbær náma,” segir Ómar kampakátur.

Og þú flytur þetta sjálfur úr landi eða hvað?

„Já, ég er með bryggju á svæðinu þar sem skipin koma inn og eru fyllt af mölinni og sigla með hana út.”

Ómar og fyrirtæki hans er vel tækjum búið enda þýðir ekkert annað.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ómar segist flytja rúmlega tuttugu þúsund tonn af perlumöl út á ári.

„Já, menn verða að átta sig á því að Ameríka er dálítið stór reyndar en það er svolítið erfið markaðssetning þar. Það er ekkert auðvelt að markaðssetja efni og fara inn á markað og jafnvel ýta öðrum út til að koma sínu að. Það er stórmál en ég er með duglegan mann í því í Bandaríkjunum,” segir Ómar, sem er víða með klærnar úti.

„Já, það dugar ekkert annað, það er svoleiðis en það er svo sem allt í lagi því ég er með svo mikið af duglegu fólki í vinnu að þetta gengur allt ljómandi vel,” segir Ómar að lokum.

Hér er verið að fylla skip af perlumöl fá Ómari en efnið, um tuttugu þúsund tonn er flutt sjóleiðina úr landi Horns í Hornafirði árlega.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×