Körfubolti

Stólarnir einum sigri frá sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adomas Drungilas var stigahæsti maður vallarins.
Adomas Drungilas var stigahæsti maður vallarins. Vísir/Bára Dröfn

Íslandsmeistarar Tindastóls eru aðeins einum sigri frá sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn eistneska liðinu Parnu í dag, 62-69.

Leikið er í þriggja liða riðlum um sæti í riðlakeppni Evrópubikarsins, FIBA Europe Cup, og því er ljóst að Tindastóll þarf aðeins sigur gegn Trepca frá Kósovó til að tryggja sér sæti í riðlakeppninni.

Eftir erfiða byrjun í leik dagsins þurftu Stólarnir að snúa leiknum við, en liðið skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik. Heimamenn í Parnu höfðu yfrhöndina framan af og leiddu með níu stigum þegar gengið var til búningsherbergja inn í hálfleikshléið, staðan 35-26.

Tindastóll var þó sterkari aðilinn í síðari hálfleik og liðið var búið að minnka muninn niður í fjögur stig áður en fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Þar tóku Stólarnir öll völd og unnu að lokum sjö stiga sigur, 62-69.

Adoma Drungila var atkvæðamestur í liði Tindastóls með 18 stig, átta fráköst og eina stoðsendingu, en Sigtryggur Arnar Björnsson kom þar á eftir með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×