Klingjandi málmur og hvellandi bjalla Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2023 10:31 Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið rosalega er erfitt að sitja undir öllum þáttum og fréttapistlum þar sem verið er að ræða við ráðherra og þingmenn stjórnarflokkana. Ég segi oft upphátt við skerminn sem þau birtast á „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þér og þínu fólki því launin þín standa vel undir öllum kröfum, þörfum og óskum“. Þetta eru manneskjurnar sem kosnar eru til að standa með samlöndum sínum og sjá til þess að enginn líði skort, en gera það ekki fyrir alla. Bara suma og þessir sumir eru yfirleitt fólk sem hefur ekki áhyggjur af framtíðinni fjárhagslega og eru í góðum málum.En, þau eru ekki síst kosin til að sjá um að fólk í þessu landi komist af skammarlaust. Hafi húsnæði, geti borgað húsnæðislánin og átt afgang fyrir allt hitt. Matinn, sjúkrakostnað, tómstundir barnanna sinna, geta boðið fólki í mat, ferðast um, bæði innanlands og utan ofl. Á það ekki að vera hið eðlilegasta líf?Allt þetta upptalda hér fyrir ofan hefur ríkisstjórnin sjálf engar áhyggjur af því að við greiðum þeim meira en nóg til að njóta þess alls og rúmlega það.Ég er alls ekki á móti því að ráðherrar og þingmenn fái góð laun. En, mismunurinn er svo gríðarlegur hjá þeim og mörgum sem greiða þeim launin með sköttunum sínum sem eru að sliga allt of marga.Þau geta haldið stór matarboð, farið í glæsiferðir til útlanda, leyft börnunum sínum að njóta þess að læra það sem hugurinn girnist, greitt sjúkrakostnaðinn þegar þarf og ég væri ekki hissa þótt þau ættu sín húsnæði skuldlaust og bíla fyrir hvern og einn sem er með bílpróf á heimilinu. Sumir geta ekki einu sinni verslað sér eina bifreið fyrir sitt heimili.Það er stór hluti Íslendinga sem líður rosalega illa og hefur það ekki gott. Þau þurfa að horfa á skertu launin sín, ofurháuskattana sem færa þau niður í ástand sem þau ráða ekki við. Að hafa í sig og á, vera áhyggjulaus og frjáls. Að þurfa ekki að horfa í augu barnanna sinna og segja „Nei, við höfum ekki efni á því“.Margt ungt fólk sem loksins gátu keypt sér íbúð en gæti það ekki í dag, hefur nú áhyggjur af því að geta ekki borgað húsnæðislánin án þess að þeirra daglega viðurværi skerðist því vextir hafa hækkað fram úr öllu hófi og getu til að borga þau ásamt því að lifa þokkalegu lífi. Áhyggjur af því að missa húsnæðið sitt veldur mörgum kvíða og skerðir þannig lífsgæðin.Sagt er af ráðherrum að vanskil af húsnæðislánum hafi ekki aukist. Svona setningar eru klingjandi málmur og hvellandi bjalla því fólk er að reyna að standa sig gagnvart afborgunum til bankanna til að halda í húsnæðið sitt. Á móti þurfa þau að skera niður ýmislegt sem þau voru vön að geta eða langar til að gera en verða nú að skoða hverja krónu. Hætta að fara á leiksýningar, í bíó, sund, út að borða, utanlandsferðir, halda upp á afmæli og allt hitt. Það er orðinn lúxus fyrir marga í dag. En ríkisstjórnin vill greinilega ekki sjá það. Bara að lánin séu greidd, þá er allt í fínu lagi frá þeirra hálfu séð.Það er sama hver málin eru, hvað er rætt, hvernig talað er um að gera nú eitthvað, einhvern tímann, fólk bíður eftir lausn og frelsi. Þau eru ábyrg, ríkisstjórnin,sem við eigum að geta treyst á.Öryrkjar og eldri borgarar sem eiga að fá að lifa sem best og öruggast, hafa það mjög mörg sem verst. Það er ekki eðlilegt og býr til ljóta stéttaskiptingu í landinu okkar og er algjört sinnuleysi og ábyrgðarleysi af hendi ríkisstjórnarinnar.Ég spyr mig oft, hvernig sofa þessir ráðamenn og konur á nóttunni? Og hvernig geta þau ekki skammast sín fyrir neðan allar hellur fyrir kosningaloforð sem eru gefin fyrir kosningar og fólk lítur til. Loforðin sem skipta þau mestu máli verða flest að engu. Svik, prettir, græðgi og blinda verða leiðandi afl.Í dag skoðar maður að kjósa ekki eða skila auðu til að mótmæla og koma þeim skilaboðum til flokkanna að það virðist vera sama hver þeirra kemst í stjórn, þeir falla allir í sömu gryfju þegar sest er í stólana. Þau bregðast fólkinu sem treysti á þau.Þetta er ástand sem Góða bókin, Biblían, kallar „klingjandi málm og hvellandi bjöllu“. Ærandi og óþolandi. Höfundur starfar við textaritun og þýðingar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun