Kísildalir norðursins Halla Hrund Logadóttir skrifar 1. október 2023 07:31 Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar