Það blés ekki byrlega fyrir ÍBV í upphafi leiks en heimakonur leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. ÍBV girtu heldur betur í brók í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn í stöðunni 18-18 en lentu undir á ný 23-21 þegar dró nærri leikslokum.
Þá kom ótrúlegur kafli hjá ÍBV sem skoraði sex síðustu mörkin í leiknum og hafði að lokum fjögurra marka sigur, 27-23.
Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með átta mörk, Karolina Olszowa kom næst með sex og Ásdís Guðmundsdóttir skoraði fimm. Þá varði Marta Wawrzynkowska 13 skot.