Handbolti

Jafntefli í botnslag KA/Þórs og Stjörnunnar

Siggeir Ævarsson skrifar
Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst á vellinum í kvöld
Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst á vellinum í kvöld Vísir/Hulda Margrét

KA/Þór og Stjarnan þurfa að bíða áfram eftir sínum fyrsta sigri í Olís-deild kvenna í handbolta en botnliðið skildu jöfn í kvöld, 24-24.

Allt virtist ætla að stefna í fyrsta sigur Norðankvenna en staðan var 24-22 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Síðustu tvö mörkin komu þó úr Garðabænum og bæði úr vítum. Eva Björk Davíðsdóttir var hetja Stjörnunnar í kvöld en hún skoraði síðustu tvö mörkin og varð markahæst á vellinum með átta mörk.

Bæði lið fengu sæg af tækifærum til að taka öll stigin en jöfnunarmarkið kom á 57. mínútu. Stjarnan leiddi í hálfleik með fimm mörkum en KA/Þór kom sterkt til baka í seinni hálfleik en síðustu mínútur leiksins reyndust liðinu erfiðar. Eftir að hafa komist yfir skoraði liðið aðeins eitt mark á síðustu þrettán mínútum leiksins og var í raun stálheppið að sleppa með jafntefli að lokum.

Hjá KA/Þór var Rakel Sara Elvarsdóttir markahæst með sex mörk en hún brenndi ekki af skoti í kvöld.

Þetta var eini leikur kvöldsins en Fram tekur á móti Haukum á morgun kl. 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×