Handbolti

Lærisveinar Halldórs áfram í fallsæti

Siggeir Ævarsson skrifar
Halldór Jóhann þjálfaði m.a. Selfoss áður en hann hélt í víking
Halldór Jóhann þjálfaði m.a. Selfoss áður en hann hélt í víking Vísir/Hulda Margrét

Halldór Jóhann Sigfússon og lærisveinar hans í Nord­sjæl­land hafa ekki farið vel af stað í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, en liðið situr í neðsta sæti með einn sigur eftir sex leiki.

Nord­sjæl­land heimsótti Ride-Esbjerg í dag og þurftu að sætta sig við sjö marka tap, 38-31. Staðan í hálfleik var 20-14 eftir að gestirnir höfðu náð að minnka muninn í þrjú mörk rétt fyrir hálfleik. Þeir minnkuðu svo muninn í fjögur mörk í upphafi seinni hálfleiks en eftir það var sigur heimamanna aldrei í mikilli hættu.

Íslendingarnir í liði Ride-Esbjerg komu báðir við sögu í dag. Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot og laumaði inn einni stoðsendingu. Hann gerði sér líka lítið fyrir og varði þrjú af þeim fimm vítum sem voru tekin á hann. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. 

Halldór tók við liði Nord­sjæl­land í sumar en hann hafði áður verið aðstoðarþjálf­ari Tvis Hol­ste­bro




Fleiri fréttir

Sjá meira


×