Nokkur orð um Sinfó Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 26. september 2023 11:34 Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Víkingur Heiðar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun