Körfubolti

Damian Lillard nálgast Miami Heat

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Damian Lillard hefur spilað með Portland allan sinn feril.
Damian Lillard hefur spilað með Portland allan sinn feril.

Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers til 11 ára í NBA deildinni, virðist loks vera á förum frá félaginu. Miami Heat þykir enn líklegasti áfangastaður hans en Phoenix Suns hafa blandað sér í málið. 

Leikmaðurinn óskaði sjálfur eftir skiptum þegar glugginn opnaðist í júlí. Hann ku vera óánægður með stöðu mála hjá núverandi liði sínu í Portland og telur sig ekki lengur eiga samleið með liðinu. Líklegasti áfangastaður leikstjórnandans er talinn vera Miami Heat og heimildir herma að Lillard sjálfur hafi tilkynnt það að þangað vilji hann fara. 

Þetta hefur legið fyrir síðan í byrjun júlí en nú loks virðast hjólin farin að snúast í málinu. Æfingabúðir hefjast þann 2. október næstkomandi og liðin vilja ná samkomulagi sín á milli fyrir það. Málið veltur þó allt á því að Portland samþykki tilboðið og þeir hafa hingað til ekki fengið nógu gott boð frá Miami. 

Nú virðist sem Phoenix Suns séu að blanda sér í málið og leggja fram þriggja liða félagsskipti. 

John Gambiadaro hjá Arizona Sports segir frá því að Suns hafi boðið DeAndre Ayton með í skiptunum en hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2018. 

Ljóst er að miklar sviptingar gætu orðið á leikmannahópum NBA liðanna áður en tímabilið hefst þann 24. október næstkomandi. 

NBA

Tengdar fréttir

Damian Lillard vilji fara til Miami Heat

Körfuboltamaðurinn, Damian Lillard, hefur beðið um skipti frá Portland Blazers. Tvö félög eru talin líklegust til að klófesta kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×