Handbolti

Einn nýliði í landsliðshópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katla María Magnúsdóttir er eini nýliðinn í íslenska landsliðshópnum.
Katla María Magnúsdóttir er eini nýliðinn í íslenska landsliðshópnum. vísir/diego

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024.

Ísland mætir Lúxemborg á Ásvöllum 11. október og Færeyjum ytra fjórum dögum seinna. Að þessu sinni er 21 leikmaður í landsliðshópnum.

Einn nýliði er í honum, Katla María Magnúsdóttir sem leikur með Selfossi sem er í Grill 66 deildinni.

Auk Íslands, Lúxemborg og Færeyja er Svíþjóð í riðli 7 í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast á EM sem og þau fjögur lið sem eru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna átta í undankeppninni.

Um tveir mánuðir eru þar til Íslendingar hefja leik á HM. Ísland er í riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla.

Íslenski hópurinn

Markverðir

 • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (43/1)
 • Hafdís Renötudóttir, Valur (44/2)
 • Sara Sif Helgadóttir, Valur (7/0)

Aðrir leikmenn

 • Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (39/58)
 • Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (10/5)
 • Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (63/126)
 • Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (38/43)
 • Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (6/5)
 • Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (3/10)
 • Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0)
 • Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (94/103)
 • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (5/7)
 • Katla María Magnúsdóttir, Selfoss (0/0)
 • Katrín Tinna Jensdóttir, Skara HF (10/2)
 • Lilja Ágústsdóttir, Valur (8/2)
 • Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (32/49)
 • Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (20/82)
 • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (75/56)
 • Thea Imani Sturludóttir, Valur (62/114)
 • Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (32/21)
 • Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (121/352)Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.