Svandís sýndi á spilin Birgir Dýrfjörð skrifar 20. september 2023 09:00 Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Íhaldið fær kvíðakast Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1. Þátturinn sem er aðgengilegur nú í talvarpi í Samstöðinni og á Midjan.is heitir synir Egils. Honum stjórna bræðurnir Sigurjón Már og Gunnar Smári Egilssynir. Langreyndir og minnugir blaðamenn, ritstjórar og útvarpsmenn, Í þætti þeirra Egilssona 17. 9. er um 50 mínútna langt og ýtarlegt viðtal við Svandísi Svafarsdóttur. Viðtalið var stórmerkilegt, þar skýrir hún frá byltingarkenndum breytingum á stjórnum fiskveiða, og að allar ákvarðanir og gjörningar eigi og munu einkennast af gegnsæi. Augljóst er að hugmyndir Svandísar falla að yfirgnæfandi skoðunum almennings. Þær lúta m.a. að úthlutun veiðiheimilda og daglegu gegnsæi á skráningu þeirra þannig, að ljóst verði hverjir hafi í raun og veru afnotaréttinn að stærstu auðlind þjóðarinnar og í hvaða mæli. Þær lúta m.a. að því að tiltekinn kvóti verði boðinn upp og hvernig tekjum af því verður varið. Þær lúta m.a. að fiskeldi, náttúruvernd og dýravernd. Þær beina athygli að þeirri svikamyllu, að útlend skip, fá mikið hærra verð en íslensk, sem landa þó samskonar afla á sama stað og tíma. Þessi upptalning hér er aðeins brot af tillögum Svandísar til að draga úr ríkjandi ranglæti. Þeim sem vilja kynna sér tillögur Svandísar bendi ég á slóðina; https://www.youtube.com/watch?v=VPj3rK_Sc0k eða á Midjan.is Þar er viðtalið við Svandísi og það er vel þess virði að hlusta á það. Kvíðakastið Íhaldið sem ræður Sjálfstæðisflokknum veit vel að að hugmyndir Svandísar eru eins og talaðar úr hjarta þorra Íslendinga, ekki hvað síst þeirra 25% sem lengst hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef starfað í félagsmálum í áratugi með flokksbundnu sjálfstæðisfólki. Það eins og flest fólk vill vera ærlegt, víðsýnt og umburðarlynt. Orðið íhald í neikvæðri merkingu á ekki við um það fólk. Þetta veit líka íhaldið sem, rekur Sjálfstæðisflokkinn og Moggann, mun gera allt hvað það getur að stíga niður þingmenn flokksins og eyða þannig gegnsæi og breytingum í meðferð veiðiheimilda. Það veit að stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins mun styðja af heilum hug tillögur Svandísar um breytingar á kvótakerfinu, - það er kvíðvænlegt. En það vita Svandís og VG líka, og þegar þjóðin hefur rifist í nokkra mánuði og stærri og stærri hluti hennar styður hugmyndir VG þá, og einmitt þá er réttur tími fyrir Vinstri-Græn að rjúfa stjórnarsamstarfið og ganga til kosninga, sem snúast þá um breytingar á ranglátu kvótakerfi. Nýjar sviðsmyndir Íslendingar hafa í tvígang vakið athygli fyrir víðsýni í jafnrétti kynja. Fyrsta konan, sem var þjóðkjörin forseti í lýðræðisríki er Íslensk. Fyrsta samkynhneigða konan sem varð forsætisráðherra í lýðræðisríki er Íslensk. Væri ekki eðlilegt framhald af því, að hér kæmi ríkisstjórn með konum í meirihluta. Manni detta þá í hug nöfn eins og Kristrún Frostadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Svandís Svafarsdóttir. Er nokkuð að undra að íhaldið sé í kvíðakasti? Höfundur er rafvirki.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun