Handbolti

Valsmenn áfram eftir öruggan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk fyrir Val.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk fyrir Val. Vísir/Diego

Valur tryggði sér í dag sæti í 2. umferð Evrópubikars karla í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn litháíska liðinu Granitas Karys, 28-33, í seinni viðureign liðanna sem fram fór í Litháen.

Báðir leikir liðanna fóru fram ytra, en leikur dagsins var talinn sem heimaleikur Granitas. Valsmenn unnu fyrri leikinn með þriggja marka mun, 27-24, og voru því í góðri stöðu fyrir leik dagsins.

Valsmenn höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda í leik dagsins og leiddu með fimm mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 12-17.

Í síðari hálfleik náði Valur mest níu marka forskoti og sigurinn því aldrei í hættu. Valsmenn unnu að lokum fimm marka sigur, 28-33, og samanlagt unnu Valsmenn því með átta marka mun og eru á leið í 2. umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.