Skoðun nemanda á umræðunni um farsímabann Daníel Þröstur Pálsson skrifar 14. september 2023 07:30 Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Í skólabyrjun fara umræður sem tengjast skólanum oft á kreik. Má þar nefna gæði menntunar, minnkandi lesskilnings nemenda og margt fleira. En eitt af þeim umræðuefnum sem verða háværari með hverju árinu er farsímanotkun nemenda. Hefur þá umræðan oftast snúist um það að banna farsíma í skólanum. Oftast, kemur þetta frá fullorðnum eins og til dæmis foreldrum eða einstaka sinnum kennurum en oftast ekki frá nemendum, jafnvel þó að umræðan snúist um þeirra réttindi, en það er nú önnur saga. Tel ég almennt bann á farsímanotkun vera óæskilegt vegna ýmissa ástæðna. „Það er auðvelt að setja reglur, erfiðara að framfylgja þeim” Fyrsta ástæðan er að þó skólar eða jafnvel menntamálastofnun setji reglur um farsímanotkun og banni farsíma í skólum þá þýðir það ekkert endilega að nemendur yppti bara öxlum og hætti algjörlega að nota farsíma. Nei, þetta gæti þvert á móti valdið andstæðum áhrifum, að nemendum muni finnast þeir meira aðlaðandi og spennandi með því að stelast til að nota farsíma í skólanum. Enda er það náttúrulegt í manninum að vera forvitinn og dragast að því sem er bannað eða jafnvel hættulegt. Ég meina hver hefur ekki í æsku kíkt á rit eða mynd sem var bönnuð eða gert eitthvað jafnvel þótt það er bannað. Þetta er þekkt sem “Streisand áhrifin” og eru til mörg dæmi um þau. Þetta varpar líka ljósi á annan galla það er að segja hvernig á eiginlega að framfylgja þessu banni ? Já, það er hægt að taka símana frá nemendum í byrjun skóladags, en hvað er að fara að stoppa þá frá því að ljúga og segja að þeir tóku ekki farsímann með sér í skólann? Eða að fela farsímana einhversstaðar. Ætlum við í raun og veru sem þjóð að leita á nemendum á hverjum einasta degi ? Það gæti skapað alls kyns vandamál sem þarf varla að útskýra, allt frá brotum á friðhelgi einkalífsins til aukinnar hættu á kynferðisbrotum. „Traust, er það sem samfélagið er byggt á” Í kjölfar umræðunnar kemur líka annar vinkill upp, spurningar um traust. Ef við bönnum alla farsímanotkun í skólum væri ein af fyrstu spurningunum í sambandi við það hvort reglan gildir líka um fullorðna og kennara. Lang líklegast er að gerð væri undantekning fyrir þá, enda er farsími öryggistæki og að mörgu leyti nauðsyn í nútíma samskiptum. En hvaða skilaboð værum við þá að senda til nemenda ? Eigum við að segja þeim að nemendur megi ekki nota farsíma en hinir fullorðnu mega nota þá, bara vegna annarrar stöðu í lífi og aldri. Myndi það ekki bara gera samskipti milli nemenda og kennara verri og gera nemendur enn líklegri til þess að fara ekki eftir þessum reglum. Myndi þetta valda aukinni tortryggni og brot á trausti en traust er það sem samfélagið er byggt á. En hvað þá? Ekki misskilja mig, ég gæti ekki verið meira sammála því að farsímanotkun og samband okkar við farsímana er stórt, stórt vandamál í skólum og nútímasamfélagi. En ég tel lausnina ekki vera að fara í boð og bönn um land allt. Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um unga fólkið okkar, okkar dýrmætustu eign og framtíð. Nú þegar er búið, í það minnsta öllum þeim grunnskólum sem ég þekki, að banna farsímanotkun í tímum og finnst mér það eiga að nægja. Ég tel að við ættum miklu frekar að fræða fólk um ókosti farsímanotkunar og hvernig á að eiga heilbrigt samband við þá. Auka stuðning við félagsleg verkefni eins og félagsmiðstöðvar og vekja áhuga fólks á tómstundum eins og íþróttum og skátum svo fáein dæmi séu nefnd. Umræðan er mikilvæg og þarf að eiga sér stað. Að lokum vil ég segja, að fræðsla er það sem breytir og auðgar okkur, ekki lög og reglur. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er framhaldsskólanemandi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun