„Á að vera besti hornamaðurinn í deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2023 10:01 Hákon Daði Styrmisson er kominn aftur í þýsku B-deildina þar sem hann lék svo vel áður en hann meiddist. getty/Swen Pförtner Hákon Daði Styrmisson sá sæng sína uppreidda hjá Gummersbach eftir að liðið fékk nýjan vinstri hornamann í sumar. Hann er genginn í raðir Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni þar sem hann kveðst fullviss um að hann muni standa sig vel. Í gær var formlega greint frá félagaskiptum Hákons frá Gummersbach til Hagen. Samningur Eyjamannsins við síðarnefnda félagið gildir til loka tímabilsins. Hákon gekk í raðir Gummersbach fyrir tveimur árum en þar hitti hann fyrir sveitunga sinn, Elliða Snæ Viðarsson, og þjálfarann Guðjón Val Sigurðsson. Hákon lék vel með Gummersbach áður en hann sleit krossband í hné. Í sumar færðist hann svo aftar í goggunarröðina hjá Gummersbach eftir að Svartfellingurinn Milos Vujovic kom frá Füchse Berlin. Þá var ekki annað í stöðunni en að færa sig um set. Hákon á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm „Undir lok síðasta tímabils var mér tilkynnt að Gummersbach væri að fá nýjan hornamann, virkilega góðan, og ég væri orðinn þriðji hornamaður og væri frjálst að fara ef ég myndi finna annað lið. Hagen kom svo upp fyrir nokkrum dögum og ég er þakklátur að hafa náð að klára það,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. En var eitthvað annað í boði fyrir Hákon á þessum tíma? „Það var ekkert í efstu deild en eitt annað lið sem er í Evrópudeildinni. Það var samt ekki kominn neinn samningur, bara þreifingar. Við enduðum því á Hagen. Þeir eru með fínan mannskap og ég fæ að spila handbolta. Ég fékk ekki mikinn spiltíma hjá Gummersbach en þarna fæ ég að spila. Maður er í þessu til þess að spila,“ svaraði Hákon. Ekki sár út í neinn Hann kveðst ekki svekktur út í Gummersbach fyrir að hafa sótt nýjan hornamann. Svona gerist bara kaupin á eyrinni í atvinnumennskunni. „Ég var svekktur út í mig sjálfan. Ef ég hefði spilað betur hefðu þeir örugglega ekki gert þetta. En svona er þetta. Ég er ekki sár út í Gummersbach eða einn né neinn. Hefði ég spilað betur hefði þetta kannski gerst og kannski ekki gerst. Þetta er hluti af þessu,“ sagði Hákon. Hákon varð tvisvar sinnum bikarmeistari með ÍBV og einu sinni Íslandsmeistari með Haukum.vísir/hulda margrét Hann gerir ráð fyrir að vera í stóru hlutverki hjá Hagen og hefur fulla trú á sínum hæfileikum. „Ég býst við að spila mest allar mínúturnar þarna. Og ég get alveg sagt að miðað við mín gæði á ég að vera besti hornamaðurinn í B-deildinni. Mér líður þannig,“ sagði Hákon sem þekkir deildina mjög vel eftir að hafa spilað þar með Gummersbach. Leiðin til baka erfið „Áður en ég meiddist gekk mér þrusuvel í deildinni. En síðasta árið hefur verið erfitt og fyrst núna er mér að líða ógeðslega vel í líkamanum. Ég hlakka til að spila handbolta,“ sagði Hákon sem segir krefjandi að ná sér aftur á strik eftir krossbandsslit. Hákon er mikill markaskorari.vísir/elín „Ég var kominn aftur níu mánuðum eftir aðgerð. Læknarnir sögðu að það tæki alveg jafn langan tíma að finna sjálfan sig eftir þessi meiðsli. Árið eftir endurhæfinguna er oft erfitt. Það koma lítil meiðsli hér og þar og hausinn er stundum fyrir. Ég hef lært helling á þessu og vona að ég geti sett hausinn undir mig núna, spilað handbolta og séð hvað kemur út úr því.“ Eitt mót ekki nóg Eins og með aðra íslenska handboltamenn er stóra gulrótin alltaf janúar-mánuður þegar landsliðið tekur alla jafna þátt á stórmóti. Hákon lék með íslenska liðinu á HM á þessu ári. Hann naut þess og vill gera það aftur. Hákon í leik gegn Suður-Kóreu á HM í janúar.vísir/vilhelm „Það er markmiðið. Draumurinn var ekki bara að ná einu móti með landsliðinu. Markmiðið er að vera þarna sem oftast. En þá þarf maður að spila. Maður getur ekki bara setið á bekknum. Það virkar ekki þannig. Ég ætla bara að vinna í mér, spila vel og ég stjórna ekki meiru,“ sagði Hákon að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Í gær var formlega greint frá félagaskiptum Hákons frá Gummersbach til Hagen. Samningur Eyjamannsins við síðarnefnda félagið gildir til loka tímabilsins. Hákon gekk í raðir Gummersbach fyrir tveimur árum en þar hitti hann fyrir sveitunga sinn, Elliða Snæ Viðarsson, og þjálfarann Guðjón Val Sigurðsson. Hákon lék vel með Gummersbach áður en hann sleit krossband í hné. Í sumar færðist hann svo aftar í goggunarröðina hjá Gummersbach eftir að Svartfellingurinn Milos Vujovic kom frá Füchse Berlin. Þá var ekki annað í stöðunni en að færa sig um set. Hákon á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm „Undir lok síðasta tímabils var mér tilkynnt að Gummersbach væri að fá nýjan hornamann, virkilega góðan, og ég væri orðinn þriðji hornamaður og væri frjálst að fara ef ég myndi finna annað lið. Hagen kom svo upp fyrir nokkrum dögum og ég er þakklátur að hafa náð að klára það,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. En var eitthvað annað í boði fyrir Hákon á þessum tíma? „Það var ekkert í efstu deild en eitt annað lið sem er í Evrópudeildinni. Það var samt ekki kominn neinn samningur, bara þreifingar. Við enduðum því á Hagen. Þeir eru með fínan mannskap og ég fæ að spila handbolta. Ég fékk ekki mikinn spiltíma hjá Gummersbach en þarna fæ ég að spila. Maður er í þessu til þess að spila,“ svaraði Hákon. Ekki sár út í neinn Hann kveðst ekki svekktur út í Gummersbach fyrir að hafa sótt nýjan hornamann. Svona gerist bara kaupin á eyrinni í atvinnumennskunni. „Ég var svekktur út í mig sjálfan. Ef ég hefði spilað betur hefðu þeir örugglega ekki gert þetta. En svona er þetta. Ég er ekki sár út í Gummersbach eða einn né neinn. Hefði ég spilað betur hefði þetta kannski gerst og kannski ekki gerst. Þetta er hluti af þessu,“ sagði Hákon. Hákon varð tvisvar sinnum bikarmeistari með ÍBV og einu sinni Íslandsmeistari með Haukum.vísir/hulda margrét Hann gerir ráð fyrir að vera í stóru hlutverki hjá Hagen og hefur fulla trú á sínum hæfileikum. „Ég býst við að spila mest allar mínúturnar þarna. Og ég get alveg sagt að miðað við mín gæði á ég að vera besti hornamaðurinn í B-deildinni. Mér líður þannig,“ sagði Hákon sem þekkir deildina mjög vel eftir að hafa spilað þar með Gummersbach. Leiðin til baka erfið „Áður en ég meiddist gekk mér þrusuvel í deildinni. En síðasta árið hefur verið erfitt og fyrst núna er mér að líða ógeðslega vel í líkamanum. Ég hlakka til að spila handbolta,“ sagði Hákon sem segir krefjandi að ná sér aftur á strik eftir krossbandsslit. Hákon er mikill markaskorari.vísir/elín „Ég var kominn aftur níu mánuðum eftir aðgerð. Læknarnir sögðu að það tæki alveg jafn langan tíma að finna sjálfan sig eftir þessi meiðsli. Árið eftir endurhæfinguna er oft erfitt. Það koma lítil meiðsli hér og þar og hausinn er stundum fyrir. Ég hef lært helling á þessu og vona að ég geti sett hausinn undir mig núna, spilað handbolta og séð hvað kemur út úr því.“ Eitt mót ekki nóg Eins og með aðra íslenska handboltamenn er stóra gulrótin alltaf janúar-mánuður þegar landsliðið tekur alla jafna þátt á stórmóti. Hákon lék með íslenska liðinu á HM á þessu ári. Hann naut þess og vill gera það aftur. Hákon í leik gegn Suður-Kóreu á HM í janúar.vísir/vilhelm „Það er markmiðið. Draumurinn var ekki bara að ná einu móti með landsliðinu. Markmiðið er að vera þarna sem oftast. En þá þarf maður að spila. Maður getur ekki bara setið á bekknum. Það virkar ekki þannig. Ég ætla bara að vinna í mér, spila vel og ég stjórna ekki meiru,“ sagði Hákon að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti