Skiptir sannleikurinn Ragnar Þór einhverju máli? Björgvin Jón Bjarnason skrifar 7. september 2023 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Lífeyrissjóðir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar