Skoðun

Vissir þú að það má ekki meiða börn?

Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum. Í Síerra Leone upplifa 90% barna líkamlegt ofbeldi í skólum þar sem þau eru til að mynda slegin með belti eða látin labba á hnjánum í brennandi heitum sandinum ef þau „óhlýðnast“. Um 200 milljón stúlkna og kvenna eru limlestar á kynfærum og ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum er gift fyrir 18 ára aldur.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna sleitulaust að því, með samfélögum um allan heim, að bæta líf þessara barna með að því að fræða og upplýsa fólk um að það má ekki meiða börn. Barnaheill styðja við barnvæn svæði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem börn sem hafa verið neydd til að ganga til liðs við vígahópa fá stuðning. Samtökin aðstoða einnig börn í Síerra Leóne og víðar sem orðið hafa fyrir ofbeldi að leita réttar síns og fá viðeigandi aðstoð. Barnaheill vinna einnig með þorpshöfðingjum og mæðrahópum að því að fræða um afleiðingar á limlestingum á kynfærum stúlkna.

Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með kaupum á fallegu armbandi sem er til sölu víða um land frá 31. ágúst til 10. september. Ágóði af sölu armbandanna rennur til verkefna Barnaheilla sem stuðla að því að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi gegn börnum.

Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×