Vissir þú að það má ekki meiða börn? Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 4. september 2023 07:31 Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum. Í Síerra Leone upplifa 90% barna líkamlegt ofbeldi í skólum þar sem þau eru til að mynda slegin með belti eða látin labba á hnjánum í brennandi heitum sandinum ef þau „óhlýðnast“. Um 200 milljón stúlkna og kvenna eru limlestar á kynfærum og ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum er gift fyrir 18 ára aldur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna sleitulaust að því, með samfélögum um allan heim, að bæta líf þessara barna með að því að fræða og upplýsa fólk um að það má ekki meiða börn. Barnaheill styðja við barnvæn svæði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem börn sem hafa verið neydd til að ganga til liðs við vígahópa fá stuðning. Samtökin aðstoða einnig börn í Síerra Leóne og víðar sem orðið hafa fyrir ofbeldi að leita réttar síns og fá viðeigandi aðstoð. Barnaheill vinna einnig með þorpshöfðingjum og mæðrahópum að því að fræða um afleiðingar á limlestingum á kynfærum stúlkna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með kaupum á fallegu armbandi sem er til sölu víða um land frá 31. ágúst til 10. september. Ágóði af sölu armbandanna rennur til verkefna Barnaheilla sem stuðla að því að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi gegn börnum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Því miður búa alltof mörg börn í heiminum í dag við slæmar aðstæður. Eitt af hverjum sex börnum býr á átakasvæðum og er útsett fyrir ýmsum tegundum af ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi sem gjarnan er notað sem vopn í átökum. Í Síerra Leone upplifa 90% barna líkamlegt ofbeldi í skólum þar sem þau eru til að mynda slegin með belti eða látin labba á hnjánum í brennandi heitum sandinum ef þau „óhlýðnast“. Um 200 milljón stúlkna og kvenna eru limlestar á kynfærum og ein af hverjum fimm stúlkum í heiminum er gift fyrir 18 ára aldur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna sleitulaust að því, með samfélögum um allan heim, að bæta líf þessara barna með að því að fræða og upplýsa fólk um að það má ekki meiða börn. Barnaheill styðja við barnvæn svæði í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem börn sem hafa verið neydd til að ganga til liðs við vígahópa fá stuðning. Samtökin aðstoða einnig börn í Síerra Leóne og víðar sem orðið hafa fyrir ofbeldi að leita réttar síns og fá viðeigandi aðstoð. Barnaheill vinna einnig með þorpshöfðingjum og mæðrahópum að því að fræða um afleiðingar á limlestingum á kynfærum stúlkna. Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar með kaupum á fallegu armbandi sem er til sölu víða um land frá 31. ágúst til 10. september. Ágóði af sölu armbandanna rennur til verkefna Barnaheilla sem stuðla að því að koma í veg fyrir og bregðast við ofbeldi gegn börnum. Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar