Handbolti

Arnar Frey og Elvar Örn höfðu betur þrátt fyrir að Viggó hafi átti stór­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó var frábær í kvöld en það dugði ekki.
Viggó var frábær í kvöld en það dugði ekki. Getty/Hendrik Schmidt

MT Melsungen lagði Leipzig í sannkölluðum Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag. Melsungen vann á endanum með eins marks mun, 28-27. Alls voru fjórir Íslendingar inn á vellinum og einn á hliðarlínunni.

Leikurinn var æsispennandi og gríðarlega jafn eins og lokatölur gefa til kynna. Nær allan leikinn munaði aðeins einu marki á liðunum ef frá er talið upphaf síðari hálfleiks þegar gestirnir í Leipzig komust þremur mörkum yfir.

Heimamenn létu það ekki á sig fá og voru komnir yfir á nýjan leik þegar sautján mínútur lifðu leiks. Leikurinn var áfram í járnum en á endanum voru það heimamenn í Melsungen sem höfðu betur. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins sem lauk 28-27.

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu sitthvort markið fyrir Melsungen á meðan Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Leipzig. Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað hjá Leipzig en þjálfari liðsins er faðir hans, Rúnar Sigtryggson.



Melsungen byrjar tímabilið á tveimur sigrum í röð á meðan Leipzig hefur tapað tveimur í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×