Handbolti

Ís­lendinga­liðin í góðri stöðu í Evrópu­keppninni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ýmir Örn í leik gegn Kiel á dögunum.
Ýmir Örn í leik gegn Kiel á dögunum. Vísir/Getty

Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag. Rhein-Neckar Löwen er komið með annan fótinn áfram og þá gerði Hannover Burgdorf góða ferð til Svíþjóðar.

Ýmir Örn Gíslason og samherjar hans í Rhein-Neckar Löwen voru í heimsókn í Norður-Makedóníu hjá Vardar.

Óhætt er að segja að Ljónin fari með gott vegnaesti í seinni leikinn á heimavelli því liðið vann öruggan 34-25 sigur á útivelli í dag. Ýmir Örn spilaði í vörn Rhein-Neckar í dag og komst ekki á blað í sókninni. Arnór Snær Óskarsson leikur einnig með félaginu.

Seinni leikur liðanna fer fram um næstu helgi í Þýskalandi. Frábær síðari hálfleikur Rhein-Neckar var grunnurinn að sigrinum í dag því staðan í hálfleik var 14-14. Rhein-Neckar skoraði hins vegar þrettán af fyrstu átján mörkunum í síðari hálfleiknum og tryggði sér sigur.

Hannover Burgdorf undir stjórn Heiðmars Felixsonar vann fimm marka sigur á Ystad frá Svíþjóð á útivelli í dag. Þýska liðið leiddi með þremur mörkum í hálfleik og lét forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×