Körfubolti

Maciej Baginski verður áfram með Njarðvíkingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maciej Stanislaw Baginski með Halldóri Rúnari Karlssyni formanni.
Maciej Stanislaw Baginski með Halldóri Rúnari Karlssyni formanni. UMFN

Njarðvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar Körfuknattleiksdeild félagsins tilkynnti að Maciej Stanislaw Baginski hafi gert nýjan tveggja ára samning við félagið.

Einhver orðrómur var um það að Maciej yrði ekki áfram með liðinu en honum var eytt með frétt á heimasíðu Njarðvíkur í dag.

Maciej er 28 ára gamall reynslubolti sem er Njarðvíkingur í húð og hár. Hann er mikilvægur nú þegar leiðtogi eins og Logi Gunnarsson er búinn að leggja skóna á hilluna.

Halldór Karlsson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sagði í samtalið við heimasíðu Njarðvíkingar að það ánægjulegt að Njarðvík væri að halda kjarnaleikmanni. „Félagið okkar er á góðri vegferð og við teljum lykilþáttinn í því að skapa stöðugleika í hópnum okkar og þar er Maciej einn af okkar lykilmönnum, sagði Halldór.

Maciej Baginski er orðinn tíundi leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur í úrvalsdeild karla með 215 leiki og gæti komist upp í áttunda sætið spili hann alla 22 leikina í Subway deild karla í vetur.

Maciej hefur skoraði 2279 stig fyrir Njarðvík í úrvalsdeild eða 9,6 stig að meðaltali í leik.

Á síðustu leiktíð var hann með 7,5 stig og 2,0 fráköst á 21,0 mínútu að meðaltali í deildinni en 7,3 stig og 2,0 fráköst að meðaltali á 17,1 mínútu í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×