Þrisvar reitt til höggs Gylfi Þór Gíslason skrifar 21. ágúst 2023 07:19 Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Ísafjarðarbær Byggðamál Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun