Vondu minningarnar styrkja sigurvegarann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 12:36 Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst íslenskra kvenna í mark. Vísir/Steingrímur Dúi Andrea Kolbeinsdóttir er sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Hún segir erfiðar minningar hafa keyrt sig áfram til sigurs. „Ég er mjög þreytt, en mér líður mjög vel,“ sagði Andrea einfaldlega eftir að hún kom í mark í dag. Hún segir formúluna að árangri ekki vera flókna. „Það er bara að æfingar, hugsa vel um sjálfa sig og borða hollt og allt þetta.“ Andrea bætti tíma sinn frá því í fyrra og þakkar hún helst góðu veðri fyrir það. „Veðrið er mun betra en í fyrra. Mér líður svona eins og ég sé jafn þreytt og fyrir hlaupið í fyrra. En ég stefndi á betri tíma. Ég stefndi á 2:38.00, en ég er bara mjög sátt með þetta. Ég klessti á smá vegg síðustu tíu og þetta var smá barátta við hausinn, en ég er bara mjög sátt,“ sagði Andrea sem var rétt rúmum fjórum mínútum frá markmiði sínu. Klippa: Vondu minningarnar styrkja sigurvegarann Fær orku frá fólkinu Andrea segir einnig að það gefi henni auka orku að sjá allt fólkið sem mætti að styðja keppendur í hlaupinu í morgun. „Þegar maður sér allt þetta fólk hérna þá á maður smá auka orku inni. Þannig maður gaf aðeins aukalega í síðustu 400 metrana.“ Þá segir hún að henni hafi liðið mjög vel framan af hlaupi, en síðustu kílómetrarnir hafi verið erfiðir. „Mér leið ótrúlega vel fyrstu 25 og rúllaði þetta með 3-4 öðrum strákum. Svo þegar við vorum komin á kílómeter 30 missti ég þá frá mér og var bara ein að reyna að berjast.“ „Að hafa lent í svona erfiðu hlaupi þarna á HM styrkir hausinn ótrúlega mikið. Þetta var ekkert miðað við það þannig ég hugsaði um það móment og hugsaði að fyrst ég gat klárað það þá get ég drullast til að klára þetta. Það er gott að eiga vondar minningar því þær styrkja mann bara,“ sagði Andrea, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá Andreu, og Sigurjón Erni Sturluson sem sigraði karlaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
„Ég er mjög þreytt, en mér líður mjög vel,“ sagði Andrea einfaldlega eftir að hún kom í mark í dag. Hún segir formúluna að árangri ekki vera flókna. „Það er bara að æfingar, hugsa vel um sjálfa sig og borða hollt og allt þetta.“ Andrea bætti tíma sinn frá því í fyrra og þakkar hún helst góðu veðri fyrir það. „Veðrið er mun betra en í fyrra. Mér líður svona eins og ég sé jafn þreytt og fyrir hlaupið í fyrra. En ég stefndi á betri tíma. Ég stefndi á 2:38.00, en ég er bara mjög sátt með þetta. Ég klessti á smá vegg síðustu tíu og þetta var smá barátta við hausinn, en ég er bara mjög sátt,“ sagði Andrea sem var rétt rúmum fjórum mínútum frá markmiði sínu. Klippa: Vondu minningarnar styrkja sigurvegarann Fær orku frá fólkinu Andrea segir einnig að það gefi henni auka orku að sjá allt fólkið sem mætti að styðja keppendur í hlaupinu í morgun. „Þegar maður sér allt þetta fólk hérna þá á maður smá auka orku inni. Þannig maður gaf aðeins aukalega í síðustu 400 metrana.“ Þá segir hún að henni hafi liðið mjög vel framan af hlaupi, en síðustu kílómetrarnir hafi verið erfiðir. „Mér leið ótrúlega vel fyrstu 25 og rúllaði þetta með 3-4 öðrum strákum. Svo þegar við vorum komin á kílómeter 30 missti ég þá frá mér og var bara ein að reyna að berjast.“ „Að hafa lent í svona erfiðu hlaupi þarna á HM styrkir hausinn ótrúlega mikið. Þetta var ekkert miðað við það þannig ég hugsaði um það móment og hugsaði að fyrst ég gat klárað það þá get ég drullast til að klára þetta. Það er gott að eiga vondar minningar því þær styrkja mann bara,“ sagði Andrea, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá Andreu, og Sigurjón Erni Sturluson sem sigraði karlaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira