Körfubolti

Nýjasti Þórsarinn hittir liðsfélagana fyrst í æfingaferð í Portúgal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jovi Ljubetic mun reyna að hjálpa nýliðunum að fóta sig í Subway deildinni í vetur.
Jovi Ljubetic mun reyna að hjálpa nýliðunum að fóta sig í Subway deildinni í vetur. Instagram/@j.ljubetic

Nýliðar Þórsara í Subway deild kvenna í körfubolta hafa samið við 23 ára bakvörð frá Síle fyrir komandi átök í vetur.

Sú heitir Jovanka Jovi Ljubetic og er 178 sentímetra há en hún er líka með spænskt ríkisfang.

Ljubetic lék með Univ.Concepcion í Síle í sumar og var þá með 15,7 stig, 4,8 fráköst, 3,3 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún skoraði 2,8 þrista í leik og hitti úr 28 prósent þriggja stiga skota sinna.

„Vegna veðurfarsmun á Síle og Íslandi mun Jovanka fara í aðlögum til að byrja með og hittir því hópinn í komandi æfingaferð í Portúgal,“ segir í frétt um Jovi á miðlum Þórsara.

Ljubetić er þriðji erlendi leikmaður nýliðanna því liðið teflir einnig fram hinni bandarísku Maddie Sutton og svo Lore Devos frá Belgíu.

„Ég er gífurlega ánægður með að fá Jovanku inn í hópinn fyrir komandi vetur og enn ánægðari með að vera kominn með liðsfélaga sem getur spilað með mér í þrjá á þrjá götumótinu í næstu viku. Jovanka kemur til að vera síðasta púslið í að sjóða saman frábæran leikmannahóp sem mun krydda upp stemminguna í Höllinni,“ segir Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins í fyrrnefndri frétt.

Ljubetic hefur spilað í 3 af 3 mótum og landsliðskona Síle í þeirri íþrótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×