Réttur þjóðarinnar, er hann hunsaður af stjórnvöldum? Guðrún Njálsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 19:31 Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Húsnæðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur. Innviðaráðaherra hefur meira að segja stofnað sérstakan starfshóp til að skoða málefni þeirra sem valið hafa að eiga sitt heimili í frístundabyggð. Formaður hópsins er sveitarstjóri GOGG (sá hreppur vill ekki „innflytjendur“) og augljóst er að ekki er ætlunin að finna lausnir heldur til að kanna hvort verið sé að misnota ákvæði lögheimilislaga um skráningu. Með öðrum orðum er það fólk sem kaus búsetufrelsi sakað um lögbrot með því einu að búa í sínu eigin húsi. Skilningur stjórnenda á hlutverki þeirra sem fulltrúa kjósenda er oft misskilinn. Skilyrði fyrir að vera kosinn er að gangast undir þá skyldu að hafa að leiðarljósi hagsmuni kjósenda sinna. Það er lenska að lofa öllu fögru fyrir kosningar og hunsa svo öll loforð eftir kosningarnar m.a. að tala saman um lausnir. Nú hef ég setið í stjórn Búsetufrelsis í tæp tvö ár og loksins er komið að tímamótum hjá félaginu, í staðinn fyrir að berjast við eitt sveitarfélag þá skal farið fram á landsvísu enda málefnið risavaxið og varðar alla frístundahúsaeigendur. Baráttumálið verður ekki bara „búsetufrelsi“ heldur ekki síður að vinna fyrir alla frístundahúsaeigendur á Íslandi hvað varðar greiðslur til sveitarfélagsins í formi fasteignagjalda. Enda er meginþorri frístundahúsaeigenda gríðarlega óánægður með mismununina á þjónustu versus íbúðarhús. Taka verður á þessu máli með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og sjá til þess að jafnræðis sé gætt hjá landsmönnum öllum. Það er einlæg von mín að ALLIR frístundahúsaeigendur rísi upp og neiti að láta stjórnvöld hunsa rétt okkar til búsetufrelsis Höfundur er stjórnarkona í Búsetufrelsi og stoltur íbúi Grímsnes- & Grafningshrepps.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar