Íslensku strákarnir frábærir í lokaleiknum og rúlluðu upp Búlgörum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 15:49 Elvar Már Friðriksson var flottur í dag eins og fleiri í íslenska liðinu. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi sautján stiga sigur á Búlgörum, 93-76, í lokaleik forkeppni Ólympíuleikana sem fór fram í Istanbul í Tyrklandi. Báðar þjóðir voru búnar að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum og áttu því ekki lengur möguleika á því að komast áfram í næstu umferð. Íslensku strákarnir voru frábærir frá fyrstu mínútu leiksins og rúlluðu yfir andlaust búlgarskt landslið. Þórir Þorbjarnarson átti mjög flottan leik og var stigahæstur með 17 stig og 80 prósent skotnýtingu á aðeins 15 mínútum. Tryggvi Hlinason var með 14 stig og tók 8 fráköst en Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og vann fyrsta leikhlutann með fjórtán stigum, 27-13. Elvar Már Friðriksson skoraði níu stig á fyrstu sjö mínútunum og Sigtryggur Arnar Björnsson var með sex stig í fyrsta leikhlutanum. Þórir Þorbjarnarson spilaði ekkert í fyrsta leiknum en skoraði níu stig á fyrstu fjórum mínútunum í öðrum leikhluta og var því orðinn stigahæstur í íslenska liðinu þrátt fyrir að koma síðastur inn í leikinn. Hilmar Henningsson átti líka góða innkomu í annan leikhlutann og skoraði þá átta stiga á stuttum tíma. Íslenska liðið komst mest 21 stigi yfir í öðrum leikhluta og átján stigum yfir í hálfleik, 50-32. Frábær hálfleikur þar sem margir leikmenn voru að skila ekki síst af bekknum en alls fékk íslenska liðið 31 stig af bekknum í hálfleiknum. Íslensku strákarnir skoruðu síðan átta fyrstu stig seinni hálfleiksins og voru komnir 24 stigum yfir, 56-32. Búlgararnir þurftu að taka leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu af leikhlutanum. Íslenska liðið komst mest 27 stigum yfir en það munaði tuttugu stigum, 76-56, fyrir lokaleikhlutann. Fjórði leikinn var því algjört formsatriði. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Báðar þjóðir voru búnar að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum og áttu því ekki lengur möguleika á því að komast áfram í næstu umferð. Íslensku strákarnir voru frábærir frá fyrstu mínútu leiksins og rúlluðu yfir andlaust búlgarskt landslið. Þórir Þorbjarnarson átti mjög flottan leik og var stigahæstur með 17 stig og 80 prósent skotnýtingu á aðeins 15 mínútum. Tryggvi Hlinason var með 14 stig og tók 8 fráköst en Elvar Már Friðriksson skoraði 13 stig. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel og vann fyrsta leikhlutann með fjórtán stigum, 27-13. Elvar Már Friðriksson skoraði níu stig á fyrstu sjö mínútunum og Sigtryggur Arnar Björnsson var með sex stig í fyrsta leikhlutanum. Þórir Þorbjarnarson spilaði ekkert í fyrsta leiknum en skoraði níu stig á fyrstu fjórum mínútunum í öðrum leikhluta og var því orðinn stigahæstur í íslenska liðinu þrátt fyrir að koma síðastur inn í leikinn. Hilmar Henningsson átti líka góða innkomu í annan leikhlutann og skoraði þá átta stiga á stuttum tíma. Íslenska liðið komst mest 21 stigi yfir í öðrum leikhluta og átján stigum yfir í hálfleik, 50-32. Frábær hálfleikur þar sem margir leikmenn voru að skila ekki síst af bekknum en alls fékk íslenska liðið 31 stig af bekknum í hálfleiknum. Íslensku strákarnir skoruðu síðan átta fyrstu stig seinni hálfleiksins og voru komnir 24 stigum yfir, 56-32. Búlgararnir þurftu að taka leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu af leikhlutanum. Íslenska liðið komst mest 27 stigum yfir en það munaði tuttugu stigum, 76-56, fyrir lokaleikhlutann. Fjórði leikinn var því algjört formsatriði.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira