Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 08:03 Mikið hefur gengið á hjá íslensku skátunum í Suður-Kóreu sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Sigrún María Bjarnadóttir Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent