Körfubolti

Ragnheiður Björk snýr aftur í Breiðablik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Blikar styrkjast.
Blikar styrkjast. Vísir/Bára Dröfn

Breiðablik safnar liði fyrir átökin í Subway deildinni næsta vetur.

Kópavogsliðið hefur samið við Ragnheiði Björk Einarsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.

Hin 24 ára gamla Ragnheiður er að snúa aftur í Breiðablik eftir fjögurra ára dvöl erlendis þar sem hún lék í Bandaríkjunum.

Hún spilaði í háskólakörfuboltanum þar í landi en síðast með liði Eckerd Tritons.

Ragnheiður lék síðast á Íslandi tímabilið 2018-2019 þar sem hún var með tæp 10 stig að meðaltali í leik fyrir Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×