Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 08:01 Bergrós Björnsdóttir sést hér á verðlaunapallinum og að sjálfsögðu með íslenska fánann. Með henni eru Lucy McGonigle og Trista Smith. Instagram/@crossfitgames Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum. CrossFit Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum.
CrossFit Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira