Litríkar lausnir sem geta bætt líf okkar allra Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 19. júlí 2023 08:00 Í enskri tungu er að finna hugtakið „Curb-Cut Effect“ um hönnun sem upphaflega var hugsuð til að auðvelda líf og aðgengi minnihlutahópa en kemur öllum öðrum líka til góða. Fjöldi uppfinninga sem við þekkjum úr daglegu lífi spruttu af löngun fólks með skapandi hugsun til að styðja annað fólk til sjálfstæðis og jafnari aðstöðu í samfélaginu. Sem dæmi um slíkar uppfinningar má nefna talgervils- og raddgreiningartækni. Góður talgervill gerir sjónskertum og þeim sem eru með lestrarvanda kleift að hlusta á texta í tölvu eða síma og raddgreiningartæknin kemur töluðum orðum í stafrænan texta eða skipanir og hefur meðal annars fært okkur þær tæknifrænkur, Siri og Alexu, sem flest okkar þekkja. Þá má líka nefna að fyrstu ritvélar heimsins voru hannaðar til að auðvelda blindu fólki skrif og svo við komum aftur að hugtakinu „Curb-Cut Effect“ þá vísar það til fláa eða rampa á gangstéttum, sem upphaflega voru ætlaðir til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum en bæta vitanlega aðgengi mun fleiri hópa. Í ljósi þess öfluga starfs sem unnið hefur verið hér á landi undir slagorðinu „Römpum upp Reykjavík“ liggur því beint við að snara „Curb-Cut Effect“ yfir á íslensku sem „rampa-áhrif“. Hugmyndin að því verkefni kviknaði hjá frumkvöðlinum Haraldi Þorleifssyni þegar hann sat í hjólastól sínum fyrir utan verslun í Reykjavík á meðan fjölskylda hans var þar inni, því trappa skildi þau á milli. Fæstir tóku eftir tröppunni en fyrir fólk í hjólastól var hún óyfirstíganleg hindrun. Með því að setja sig í spor minnihlutahóps í eitt augnablik er hægt að breyta eða bæta hönnun sem bætir aðgengi, þátttöku og sjálfstæði fatlaðs fólks en gagnast líka öllum öðrum. Nýtum okkur öll litadýrðina Glænýtt dæmi um slíkt er uppsetning NaviLens-kóða á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. NaviLens-kóðar eru samsettir úr litríkum ferningum og virka á svipaðan hátt og QR-kóðar. Þau ykkar sem hafa skannað QR-kóða óttast ef til vill að NaviLens kalli á sömu nákvæmnisvinnuna og hægaganginn en óttist eigi. Hægt er að skanna NaviLens-merki úr miklu meiri fjarlægð, víðara sjónarhorni (allt að 160 gráðu) en QR-kóða og þótt síminn sé á hreyfingu. Einnig er hægt að lesa NaviLens-merki mjög hratt eða á um 0,03 sekúndum og við öll birtuskilyrði. Notendurnir skanna merkin með því að nota ókeypis app sem veitir heyranlegar upplýsingar í samhengi við staðsetningu og stefnu notandans og getur auk þess greint mörg merki samtímis og miðlað til notandans. Engin þörf er því á sérstakri einbeitingu að kóðanum sjálfum enda nauðsynlegt fyrir fólk með sjónskerðingu að hafa fókus á fleiri þáttum umhverfisins á ferðum sínum. Sjáandi fólk ætti einnig að hafa mikinn hag af þessum merkingum enda getur NaviLens líka þýtt upplýsingarnar sjálfvirkt á 34 mismunandi tungumál og þannig nýst fólki sem ekki hefur íslensku sem fyrsta tungumál nú og ferðamönnum. Merkin má svo nýta til að veita leiðbeiningar, upplýsingar og leiðsögn í almenningsrýmum, strætóskýlum, söfnum eða opinberum byggingum og víðar enda bjóða þau upp á mun fleiri notkunarmöguleika en við höfum enn náð að tileinka okkur. Já-vinirnir færa okkur seint nýjar lausnir „Fjölmörg fleiri dæmi en hér hafa verið talin upp sýna hve gagnlegt það er að geta sett sig í spor annarra og hugsað hlutina upp á nýtt. Svo ég leyfi mér smá útúrdúr, en samt ekki, þá má í þessu samhengi nefna að greiningar McKinsey & Company á yfir 1.000 stórfyrirtækjum í 15 löndum hafa ítrekað sýnt að fyrirtæki með fjölbreytt stjórnendateymi eru jafnan með arðbærari rekstur en þau sem hafa einsleit teymi. Enda segir sig kannski sjálft að ef markmiðið er að leysa flókin vandamál eða skapa eitthvað sem skiptir máli er oftast gagnlegra að fá sjónarhorn fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu en þéttan félagahóp eða já-vini. Það sem gerir okkur ólík getur verið frjór jarðvegur sköpunargáfunnar og með því að virkja og styrkja aðra í samfélaginu gerum við lífið auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í enskri tungu er að finna hugtakið „Curb-Cut Effect“ um hönnun sem upphaflega var hugsuð til að auðvelda líf og aðgengi minnihlutahópa en kemur öllum öðrum líka til góða. Fjöldi uppfinninga sem við þekkjum úr daglegu lífi spruttu af löngun fólks með skapandi hugsun til að styðja annað fólk til sjálfstæðis og jafnari aðstöðu í samfélaginu. Sem dæmi um slíkar uppfinningar má nefna talgervils- og raddgreiningartækni. Góður talgervill gerir sjónskertum og þeim sem eru með lestrarvanda kleift að hlusta á texta í tölvu eða síma og raddgreiningartæknin kemur töluðum orðum í stafrænan texta eða skipanir og hefur meðal annars fært okkur þær tæknifrænkur, Siri og Alexu, sem flest okkar þekkja. Þá má líka nefna að fyrstu ritvélar heimsins voru hannaðar til að auðvelda blindu fólki skrif og svo við komum aftur að hugtakinu „Curb-Cut Effect“ þá vísar það til fláa eða rampa á gangstéttum, sem upphaflega voru ætlaðir til að bæta aðgengi fólks í hjólastólum en bæta vitanlega aðgengi mun fleiri hópa. Í ljósi þess öfluga starfs sem unnið hefur verið hér á landi undir slagorðinu „Römpum upp Reykjavík“ liggur því beint við að snara „Curb-Cut Effect“ yfir á íslensku sem „rampa-áhrif“. Hugmyndin að því verkefni kviknaði hjá frumkvöðlinum Haraldi Þorleifssyni þegar hann sat í hjólastól sínum fyrir utan verslun í Reykjavík á meðan fjölskylda hans var þar inni, því trappa skildi þau á milli. Fæstir tóku eftir tröppunni en fyrir fólk í hjólastól var hún óyfirstíganleg hindrun. Með því að setja sig í spor minnihlutahóps í eitt augnablik er hægt að breyta eða bæta hönnun sem bætir aðgengi, þátttöku og sjálfstæði fatlaðs fólks en gagnast líka öllum öðrum. Nýtum okkur öll litadýrðina Glænýtt dæmi um slíkt er uppsetning NaviLens-kóða á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. NaviLens-kóðar eru samsettir úr litríkum ferningum og virka á svipaðan hátt og QR-kóðar. Þau ykkar sem hafa skannað QR-kóða óttast ef til vill að NaviLens kalli á sömu nákvæmnisvinnuna og hægaganginn en óttist eigi. Hægt er að skanna NaviLens-merki úr miklu meiri fjarlægð, víðara sjónarhorni (allt að 160 gráðu) en QR-kóða og þótt síminn sé á hreyfingu. Einnig er hægt að lesa NaviLens-merki mjög hratt eða á um 0,03 sekúndum og við öll birtuskilyrði. Notendurnir skanna merkin með því að nota ókeypis app sem veitir heyranlegar upplýsingar í samhengi við staðsetningu og stefnu notandans og getur auk þess greint mörg merki samtímis og miðlað til notandans. Engin þörf er því á sérstakri einbeitingu að kóðanum sjálfum enda nauðsynlegt fyrir fólk með sjónskerðingu að hafa fókus á fleiri þáttum umhverfisins á ferðum sínum. Sjáandi fólk ætti einnig að hafa mikinn hag af þessum merkingum enda getur NaviLens líka þýtt upplýsingarnar sjálfvirkt á 34 mismunandi tungumál og þannig nýst fólki sem ekki hefur íslensku sem fyrsta tungumál nú og ferðamönnum. Merkin má svo nýta til að veita leiðbeiningar, upplýsingar og leiðsögn í almenningsrýmum, strætóskýlum, söfnum eða opinberum byggingum og víðar enda bjóða þau upp á mun fleiri notkunarmöguleika en við höfum enn náð að tileinka okkur. Já-vinirnir færa okkur seint nýjar lausnir „Fjölmörg fleiri dæmi en hér hafa verið talin upp sýna hve gagnlegt það er að geta sett sig í spor annarra og hugsað hlutina upp á nýtt. Svo ég leyfi mér smá útúrdúr, en samt ekki, þá má í þessu samhengi nefna að greiningar McKinsey & Company á yfir 1.000 stórfyrirtækjum í 15 löndum hafa ítrekað sýnt að fyrirtæki með fjölbreytt stjórnendateymi eru jafnan með arðbærari rekstur en þau sem hafa einsleit teymi. Enda segir sig kannski sjálft að ef markmiðið er að leysa flókin vandamál eða skapa eitthvað sem skiptir máli er oftast gagnlegra að fá sjónarhorn fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og þekkingu en þéttan félagahóp eða já-vini. Það sem gerir okkur ólík getur verið frjór jarðvegur sköpunargáfunnar og með því að virkja og styrkja aðra í samfélaginu gerum við lífið auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun